Hvatastyrkur

Hægt er að sækja um styrk vegna verkefna sem fela í sér inngildingu (inclusion) fatlaðra í íþróttastarfi hjá íþróttafélögum. Sótt er um á ákveðnu eyðublaði og mun verkefnistjórn yfirfara umsóknir og ákveða styrkupphæð.

Hverjar eru styrkupphæðirnar: Hægt er að sækja um tvær mismunandi upphæðir:

  • Minni styrkur kr. 500.000 eða minna
  • Stærri styrkur kr. 500.000 – 1.000.000 (fer eftir stærð verkefna)

Umsóknafrestur: Opið er fyrir umsóknir allt árið.

Hvað verður sérstaklega horft til í umsókninni:

  • Ný verkefni sem fela í sér inngildingu fatlaðra í íþróttastarfi
  • Samstarfsverkefni fleiri félaga eða stofnanna
  • Verkefni sem í verkefnislýsingunni sýnir að hægt sé að yfirfæra þekkingu og reynslu til annara.
  • Skýr og klár verkefnislýsing

Hvaða kröfur þarf umsóknin að fylla? Sótt er um á sérstöku umsóknareyðublaði. Umsóknir á öðru formi eru ekki teknar gildar. Hægt er að senda með sem viðhengi nánari upplýsingar um verkefnið.

Fjárhagsáætlun verður að fylgja með.

Hver fer yfir umsóknir: Verkefnisstjórn verkefnisins „Allir með“ fer yfir allar umsóknir og ákveður styrk upphæð.

Krafa um lokaskýrslu: Öll verkefni sem hljóta styrk verða að skila inn lokaskýrslu þar sem farið verður yfir niðurstöður verkefnisins og hvort markmiðum hafi verið náð.

Hverjir geta sótt um:

Íþróttafélög sem ætla sér að fara af stað með ný verkefni sem fela í sér inngildingu. Félögin verða að vera aðilar að íþrótta- og ungmennafélagshreyfingunni

Styrkumsókn