Nú er skráning á leikana á Selfossi í fullum gangi. Það er um að gera að skrá sig sem fyrst en skráningu lýkur 25. mars.
Íslandsleikarnir er íþrótthahelgi fyrir einstaklinga sem hafa ekki fundið sig í hefðbundnu íþróttastarfi og/eða eru með stuðningsþarfir. Á leikunum verða fimm íþróttagreinar í boði: fótbolti, körfubolti, handbolti, fimleikar og frjálsar.
Hver íþróttagrein er með opna æfingu og mót yfir helgina þar sem öllum er frjálst að mæta og taka þátt. Á þessum æfingum eru margir þjálfarar og markmiðið er að allir fái tækifæri til að taka þátt á sínum forsendum.
Við viljum endilega hvetja einstaklinga með stuðningþarfir og foreldra fatlaðra barna að kynna sér dagskránna og taka þátt í þessum skemtilega íþróttaviðburði!
Fyrir þá sem vilja, þá er hægt að gista í skólastofum í Vallaskóla. Forráðamaður/stuðningur/þjálfari eða hver sem þekkir einstaklinginn þarf að gista með. Koma þarf með dýnu og svefnpoka.
Skráning fer fram hér
Þáttökugjald er 5.000 kr og innifalið er morgunmatur (lau og sun), hádeigismatur (lau), pizzuveisla á laugardagskvöldinu, mótsbolur, sundlaugarpartý, óvæntir gestir og fleira.
Dagskrá Íslandsleikana má sjá hér

Kort af svæðinu
