Allir með leikarnir slóu í gegn!

Allir með leikarnir fóru fram í fyrsta sinn síðastliðinn laugardag. Það voru rúmlega 115 krakkar sem mættu til leiks þar sem farið var í fótbolta, körfubolta, handbolta, frjálsar íþróttir og fimleika. Áætlað er að Allir með leikarnir verði að árlegum viðburði þar sem þeir verða eitt af þremur stórum viðburðum sem krakkar geta látið sér hlakka til að stefna að.

Leikarnir eru samstarfsverkefni og þeir aðilar sem koma að framkvæmd þess eru: Íþrótta-og Ólympíusamband Íslands, Ungmennafélag Íslands, Knattspyrnusamband Íslands, Handboltasamband Íslands, Körfuknattleikssamband Íslands, Fimleikasamband Íslands, Frjálsíþróttasamband Íslands og Íþróttasamband fatlaðra.

Leikarnir komu til út frá verkefninu Allir með sem er samstarfsverkefni ÍSÍ, UMFÍ og ÍF (Íþróttasamband fatlaðra). Verkefnið er þriggj ára verkefni sem er liður í að ná markmiðum 30. gr. samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Þar eru skýr ákvæði um viðeigandi aðlögun allra í íslensku samfélagi. Markmið verkefnisins er meðal annars að Að fjölga tækifærum fatlaðra til íþróttaiðkunar í samstarfi við íþrótthreyfinguna.

Hér fyrir neðan má sjá myndband af deiginum, myndefni er frá honum Magnúsi Orra Arnarsyni.