Íslandsleikar 2024 á Akureyri

Helgina 16. og 17. mars voru svokallaðir Íslandsleikar haldnir á Akureyri þar sem börn með sérþarfir koma frá höfuðborgarsvæðinu í keppnisferð og keppa í blönduðum liðum í Íþróttahöllinni. Auk þess voru opnar æfingar í fótbolta og körfubolta í Íþróttahöllinni fyrir börn með sérþarfir.

Hugmyndin að verkefninu vaknaði hjá forsvarsmönnum Hauka og Stjörnunnar/Asparinnar þar sem iðkendur þeirra félaga sem væru fatlaðir fengu að fara í keppnisferðir eins og lið með ófatlaða innanborðs. Þjálfarar héðan hafa komið að skipulagningu þessara æfinga ásamt Báru hjá Haukum, sem sér um körfuboltan, og Gunnhildi Yrsu hjá Stjörnunni/Öspinni, sem sér um fótboltann, og munu þeir aðstoða á æfingum.

Íslandsleikarnir er nýtt mót þar sem ungir fatlaðir íþróttaiðkendur fá tækifæri til að taka þátt á móti. Íþróttadeild ræddi við aðstandendur, iðkendur og foreldra sem eru yfir sig ánægð með framtakið.

Íslandsleikarnir er nýtt mót fyrir fötluð börn. Fjölmargir iðkendur frá Haukum og Stjörnunni/Öspinni voru að fara í sína fyrstu keppnisferð þar sem þau kepptu og æfðu með börnum frá KA og Þór.

“við vorum bara á þjálfarafundi og fórum að spjalla saman. Það vantar fleiri tækifæri fyrir þau að keppa á mótum. Þannig ákváðum við að búa til nýtt mót,” sagði Bára Fanney Hálfdánardóttir.

“Við erum að reyna að búa til sömu menningu fyrir þessa krakka eins og í öðrum íþróttum. Að þau fái að fara í keppnisferðir. Farið saman með félögunum í rútunam gisti saman á dýnu í skólastöfu og fái að upplifa allt eins og ófötluð börn fá að gera.”

Hægt er að sjá myndband frá mótinu hér:

Íslandsleikarnir 2024 from UMFÍ on Vimeo.