Íslandsleikarnir verða haldnir á Selfossi
29. -30. mars 2025.

Nú er skráning á leikana á Selfossi í fullum gangi. Það er um að gera að skrá sig sem fyrst en skráningu lýkur 25. mars.
Íslandsleikarnir er íþrótthahelgi fyrir einstaklinga sem hafa ekki fundið sig í hefðbundnu íþróttastarfi og/eða eru með stuðningsþarfir. Á leikunum verða fimm íþróttagreinar í boði: fótbolti, körfubolti, handbolti, fimleikar og frjálsar.

Hver íþróttagrein er með opna æfingu og mót yfir helgina þar sem öllum er frjálst að mæta og taka þátt. Á þessum æfingum eru margir þjálfarar og markmiðið er að allir fái tækifæri til að taka þátt á sínum forsendum.

Við viljum endilega hvetja einstaklinga með stuðningþarfir og foreldra fatlaðra barna að kynna sér dagskránna og taka þátt í þessum skemtilega íþróttaviðburði!

Fyrir þá sem vilja, þá er hægt að gista í skólastofum í Vallaskóla. Forráðamaður/stuðningur/þjálfari eða hver sem þekkir einstaklinginn þarf að gista með. Koma þarf með dýnu og svefnpoka.

Þáttökugjald er 5.000 kr og innifalið er morgunmatur (lau og sun), hádeigismatur (lau), pizzuveisla á laugardagskvöldinu, mótsbolur, sundlaugarpartý, óvæntir gestir og fleira.

 

Skráning fer fram hér

 

Dagskrá Íslandsleikana má sjá hér

 

 

Kort af svæðinu

allirmed-logo
UMF-selfoss-1936
Selfoss karfa